Fréttatilkynning: Val dómnefndar kunngjört

Dómnefnd hefur valið eftirfarandi verk til flutnings á UNM-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík í ágúst nk.

1. Viktor Orri Árnason – Dreams f. hljómsveit (til vara strengjakvartett)
2. Gunnar Karel Másson – Jó og Júpíter f. kammersveit
3. Ásgeir Aðalsteinsson – No new news f. fl., pno. og elektróník
4. Kristinn Evertsson – Ör f. 6 gítara, 4 trommusett og 2 rafbassa
5. Bergrún Snæbjörnsdóttir – Haters gonna hate f. faggott og slagverk
6. Haukur Þór Harðarson – Temporality f. píanó
7. Petter Ekman –  Separation f. fiðlu, selló og píanó
——Til vara—–
8. Finnur Karlsson – Harmatíð f. fl, cl, trpt.,trb.,perc.,vib.,pno.,gtr.,vln.,vlc.
9. Halldór Smárason – Grunnavík f. oboe/e.hrn.,vln.,vla. and vlc.
10. Skúli Jónsson –  Óvissuferð f. 2 pno.

Hátt í 30 verk bárust hátíðinni og því lítill hluti sem að komst að að þessu sinni. Dómnefndin var skipuð Þuríði Jónsdóttur, tónskáldi og Davíð Brynjari Franzsyni, tónskáldi.

Vil ég þakka öllum sem tóku þátt og þeim til lukku sem að unnu sér sess á hátíðinni, jafnframt langar mig að nýta tækifærið og greina örlítið frá komandi hátíð þar sem til stendur að austurríska tónskáldið
Klaus Lang komi á hátíðina í ár, sem og fjöldi áhugaverðra fyrirlestra verða haldnir í samstarfi við LornaLAB og Listaháskóla Íslands. Hátíðin stendur öllum opin og hvet ég eindregið alla til þess að fjölmenna, nánari upplýsingar munu birtast á hér á síðu Íslandsnefndar UNM.

Bendi á að fljótlega hefst leit að einstaklingum í verkefni fyrir hátíðina og því um að gera að hafa samband á unmiceland [hjá] gmail.com ef áhugi leynist fyrir því að koma að skipulagningu hátíðarinnar.

Bestu kveðjur,
Þráinn Hjálmarsson, formaður Íslandsnefndar UNM