UNG NORDISK MUSIK – ÍSLANDSDEILD

Tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik

Month: October, 2011

Auglýst eftir verkum fyrir UNM 2012 – Music Innovation

Tónlistarhátíðin UNM 2012 – Music Innovation auglýsir eftir verkum

[Skilafrestur er 1. Desember 2011]

Auglýst er eftir verkum íslenskra tónhöfunda (og erlendra með búsetu á Íslandi) fyrir dagskrá UNM (Ung Nordisk Musik) hátíðarinnar sem haldin verður hérlendis í lok ágúst 2012. Hátíðin er ætluð tónskáldum undir þrítugu og koma þar saman 7 tónskáld frá hverju Norðurlandanna; Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Tónskáld sem fædd eru 1982 og síðar geta sent inn verk til dómnefndar sem velur þátttakendur, en þó er gerð undantekning með aldur ef tónskáldið er enn í námi. Allir hljóðmiðlar eru gjaldgengir, s.s. tónsmíð á pappír, rafverk, innsetningar og svo framvegis.

Þau tónskáld sem valin eru og gerast með því fulltrúar Íslands á hátíðinni er gert að mæta á alla viðburði hátíðarinnar á meðan henni stendur.

Skilafrestur verka fyrir hátíðina er til fimmtudagsins 1. desember, 2011 (póststimpill gildir).

Hvert tónskáld má skila inn mest þremur verkum til dómnefndar. (Upptökur og .pdf skjöl vel þegin ásamt pappírnum ef hægt er.)

Skila skal hverju verki inn í þremur eintökum undir dulnefni.

Með verkinu/verkunum þarf að fylgja í lokuðu umslagi upplýsingar um tónskáldið þar sem fram kemur: Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Berist til:

UNM-Ísland

Þráinn Hjálmarsson

Álfhólsvegur 143

200 Kópavogur

Heimasíða hátíðarinnar er: unmiceland.wordpress.com/

Fyrirspurnir sendist á unmiceland [ hjá ] gmail.com

Nánar um UNM-hátíðina:

Ung Nordisk Musik hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 1946 og ferðast hún milli Norðurlandanna. Íslendingar tóku fyrst þátt í UNM árið 1974 en hátíðin var fyrst haldin hér á landi 1977 og hefur hún verið haldin í Reykjavík á 5 ára fresti síðan.

Á annað hundrað verk berast vanalega inn í UNM en 7 verk frá hverju landi eru valin af dómnefnd. Því eru 35 ný verk flutt á hátíðinni eftir norræn tónskáld 30 ára og yngri. Einnig er hefð fyrir því á UNM að hafa gestatónskáld á hátíðinni, bæði innlend og erlend, sem eru með námskeið og fyrirlestra fyrir gesti hátíðarinnar.

Ung Nordisk Musik – Music Innovation á Íslandi 2012

Tónlistarhátíðin UNM – Music Innovation verður haldin í lok ágúst 2012.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar