UNM 2017 – Reykjavík
UNM Reykjavík – 14. -19. ágúst 2017
UNM Reykjavík – 14. -19. ágúst 2017
Auglýst er eftir verkum fyrir tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik 2017, en hún verður að þessu sinni haldin dagana 14.-19. ágúst 2017 í Reykjavík. Opið er fyrir umsóknir til og með 15. desember næstkomandi.
Öll tónlist er gjaldgeng hvort sem um er að ræða tónsmíð sem styðst við raddskrá, rafverk, innsetningu, gjörning og svo framvegis. Þó er ekki hægt að taka við verkum fyrir sinfóníuhljómsveit í ár.
Skilyrði:
Umsókn er tekin gild ef hún inniheldur:
Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.
Nöfnin á verkunum sem sótt er um með (titill, hljóðfærasamsetning, tæknikröfur)
Fyrri þáttaka á UNM (ártal, land)
Íslandsnefnd UNM eru einu aðilarnir sem hafa aðgang að upplýsingunum þínum. Dómnefnd fær einungis aðgang að nafnlausum upplýsingum.
Ófullgerðar umsóknir, nafngreindar umsóknir eða seinar umsóknir geta því miður ekki verið teknar til greina.
Dómnefnd hefur skilað niðurstöðu um það hverjir fara fyrir Íslands hönd á Ung Nordisk Musik hátíðina 2016 í Aarhus. Alls bárust dómnefnd 30 verk eftir 13 tónskáld. Dómnefndin var í þetta skiptið skipuð tónskáldunum Þuríði Jónsdóttur og Daníeli Bjarnasyni.
Tónskáldin og verkin eru (í stafrófsröð):
Árni Bergur Zoëga – Katabasis II
Bergrún Snæbjörnsdóttir – The Cancerous Cell
Finnur Karlsson – Fold
Halldór Smárason – it means what you think it means
Haukur Þór Harðarson – Through the whole fabric of my being
Ingibjörg Friðriksdóttir – Í iðrum
Unnur Fjóla Evans – Augun
Til vara eru (ef valin tónskáld skyldu forfallast):
1. Örnólfur Eldon – Það er spurning
2. Bára Gísladóttir – HAF:köf(n)un
Næst verður hægt að senda inn verk í byrjun desember, en hátíðin 2017 verður haldin í Reyjavík.
Íslandsnefnd UNM þakkar kærlega fyrir umsóknirnar sem bárust inn í desember og munu niðurstöður dómnefndar verða kunngjörðar fyrir þann 25. janúar næstkomandi. Gleðilegt ár!
Auglýst er eftir verkum fyrir tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik 2016, en hún verður að þessu sinni haldin í lok ágúst í Aarhus, Danmörku.
Tónskáld fædd árið 1986 og seinna geta tekið þátt, en þó er gerð undantekning á aldurskröfum ef tónskáldið er enn í námi.
Öll tónlist er gjaldgeng hvort sem um er rætt tónsmíð sem styðst við raddskrá, rafverk, innsetning og svo framvegis.
Skilafrestur er til og með 10. desember næstkomandi.
Þau tónskáld sem valin eru gerast með því fulltrúar Íslands á hátíðinni, en þeim er jafnframt gert að mæta á alla viðburði hátíðarinnar á meðan henni stendur.
Hvert tónskáld má skila inn allt að þremur verkum til dómnefndar. Verkunum skal skila rafrænt með skráasendingaþjónustu eins og t.d. wetransfer eða dropbox. Verkunum skal skila undir dulnefni, þar sem öllum persónugreinanlegum upplýsingum í raddskrám, á upptökum o.s.frv. hefur verið skipt út fyrir dulnefnið. Sama dulnefni skal nota fyrir öll innsend verk. Ef þessu er ekki fylgt telst umsókn ógild.
Umsóknin skal send á unmiceland (hjá) gmail.com, en hún skal innihalda:
Fyrirspurnir sendast jafnframt á: unmiceland (hjá) gmail.com
Íslandsnefnd Ung Nordisk Musik þakkar fyrir góða þáttöku í ár en alls bárust um 32 verk 16 ólíkra tónskálda og því var erfitt verk fyrir dómnefnd að skera úr. Í dómnefnd sátu Páll Ragnar Pálsson og Berglind María Tómasdóttir, og völdu þau eftirfarandi verk og tónskáld til að taka þátt í UNM Helsinki, 2015 (í engri sérstakri röð):
Gunnar Gunnsteinsson – Verk úr sjálfshjálpar-seríunni Finding your Mindpatterns
Þorkell Nordal – Hemill
Halldór Smárason – _a_at_na
Bergrún Snæbjörnsdóttir – Esoteric Mass
Haukur Þór Harðarson – What sound does the skull of a unicorn make?
Finnur Karlsson – Waves
Örnólfur Eldon – Bagatella
Hægt verður að senda inn verk vegna UNM 2016 í byrjun desember næstkomandi, en hátíðin verður í það sinn haldin í Árósum, Danmörku.
Bestu kveðjur,
Íslandsnefnd UNM
unmiceland (hjá) gmail.com
Auglýst er eftir verkum fyrir tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik 2015,
en hún verður að þessu sinni haldin 1-5. september í Helsinki, Finnlandi.
Tónskáld fædd árið 1985 og seinna eru hvött til að að skila inn verkum,
en þó er gerð undantekning með aldur ef tónskáldið er ennþá í námi.
Allir hljóðmiðlar eru gjaldgengir hvort sem þeir eru tónsmíð á pappír, rafverk,
innsetningar og svo framvegis.
Skilafrestur er þann 1. desember næstkomandi (póststimpill gildir).
Þau tónskáld sem valin eru og gerast með því fulltrúar Íslands á hátíðinni er
gert að mæta á alla viðburði hátíðarinnar á meðan henni stendur.
Hvert tónskáld má skila inn mest þremur verkum til dómnefndar.
(Upptökur vel þegnar ásamt pappír)
Skila skal hverju verki inn í þremur eintökum undir sama dulnefni.
Ef upptökur eða annað aukaefni fylgir skilast slíkt einnig í þremur eintökum undir dulnefni.
Með verkinu/verkunum þarf að fylgja í lokuðu umslagi upplýsingar um
tónskáldið þar sem fram kemur: Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.
Berist til:
UNM-Ísland
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Grettisgötu 67
101 Reykjavík
Fyrirspurnir sendist á: unmiceland@gmail.com
Íslandsnefnd UNM þakkar öllum kærlega fyrir þáttöku í UNM 2014, alls bárust nefndinni um 25 verk. Dómnefnd valdi úr innsendum verkum 7 verk 7 ólíkra tónskáld sem verða flutt í Malmö næstkomandi ágúst.
Í dómnefndinni sátu Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld og Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari. Listinn er eftirfarandi:
Höfundar í stafrófsröð og verk
Hægt verður að senda inn verk vegna UNM 2015 í byrjun desember næstkomandi, en þá verður hátíðin haldin í Finnlandi.
Bestu kveðjur,
Íslandsnefnd UNM
Auglýst er eftir verkum fyrir tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik 2014, en hún verður að þessu sinni haldin 26-30. ágúst í Malmö, Svíþjóð. Tónskáld fædd árið 1984 og seinna eru hvött til að að skila inn verkum, en þó er gerð undantekning með aldur ef tónskáldið er ennþá í námi. Allir hljóðmiðlar eru gjaldgengir hvort sem þeir eru tónsmíð á pappír, rafverk, innsetningar og svo framvegis. Skilafrestur er þann 1. desember næstkomandi (póststimpill gildir).
Þau tónskáld sem valin eru og gerast með því fulltrúar Íslands á hátíðinni er gert að mæta á alla viðburði hátíðarinnar á meðan henni stendur.
Hvert tónskáld má skila inn mest þremur verkum til dómnefndar. (Upptökur og .pdf skjöl vel þegin ásamt pappír)
Skila skal hverju verki inn í þremur eintökum undir dulnefni.
Með verkinu/verkunum þarf að fylgja í lokuðu umslagi upplýsingar um tónskáldið þar sem fram kemur: Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.
Berist til:
UNM-Ísland
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Baldursgötu 3b
101 Reykjavík
Heimasíða hátíðarinnar er: unmiceland.wordpress.com/
Fyrirspurnir sendist á unmiceland@gmail.com
UNM – New Music Performance var haldin í vikunni sem leið í Osló. Í ár héldu þangað íslensku tónskáldin þau Árni Freyr Gunnarsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Gunnar Karel Másson, Halldór Smárason, Haukur Þór Harðarson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir og Þráinn Hjálmarsson. Íslandsnefnd UNM var að þessu sinni styrkt af Norsk-Islandsk Samarbejde, Tónlistarsjóði og Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar. Nánari upplýsingar um hátíðina í Noregi má finna á www.unm.no
———–